fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Mossad er alls staðar og veit hvað þú heitir

Í dag kom einhver inn á síðuna mína gegnum google.co.il, sem er ísraelsk spegilsíða. Satt sem ég heiti Atli. Vegna ógætilegra ummæla sem féllu í samtali mín og sumra á MSN í vikunni (þar sem m.a. var rætt að þessi staða gæti komið upp) ætla ég að skipta um nafn og flytja upp í sveit. Ráðlegg ég sumum að gera slíkt hið sama.

Djöfull á ég eftir að skíta á mig á næstunni ef ég sé harðsvíraða gaura með sólgleraugu og ísaumað axlarskjaldarmerki skrýtt hvítri sjöarma ljósastiku á bláum grunni. Fokk. Þeir ætla að ræna mér.