laugardagur, ágúst 07, 2004

Grínizk þér eigi?

Blekkja mig augun? Er þetta tálsýn ein? Er til möskvi í netinu sem selur allt frá fyllilega fúnksjónal barúnsbrynjum til stríðsbúnaðar enna hávu hellensku stórskjöldunga?

Hvílík dýrð. Dýrrindýrrin.

Ætla ég að fá mér fullan armúr með sverðshjöltum og morgunstjörnu einhvern tíma á lífsleiðinni? Ójá.

Ég spyr bara: Á þessi verslun einhvern sýningarsal með mátunarklefa og taka þeir greiðslukort?