laugardagur, júlí 31, 2004

Og koma svo, meira svona

Ég hef alltaf verið ákafur aðdáandi alvarlegra slagsmála á þjóðþingum eins og þessara hér. Ég gleymi því aldrei þegar ég var u.þ.b. átta ára og sá fyrstu þingslagsmálin mín í fréttunum, en þá hafði tævönskum þingmönnum orðið heitt í hamsi.

Einhver kona stóð í ræðustólnum og var að tala. Síðan stekkur einhver maður inn í mynd og löðrungar hana snarplega og otar fingri að henni með skömmum. Hún fer í hann og þau stimpast eitthvað. Síðan er klippt á það þegar meirihluti þingmanna er að kýlast, blöð fljúga um þingsalinn og almenn óöld ríkir. Það er eitthvað svo fyndið við litla og ofurreiða asíska þingmenn. Þeir eru með svo litla handleggi og eru svolítið óöruggir þegar þeir kýla mann, hætta eiginlega þegar höggið er hálfnað en láta svo vaða, hrista handlegginn eiginlega utan í viðfangsefnið.

En já, þið getið ímyndað ykkur vonbrigði mín þegar ekkert svona gerðist á íslenska þinginu í vor. Ærið var nú tilefnið samt. Slíkt kódakmóment hefði verið þegar Steingrímur gungudruslaði Davíð, en þá átti hann að hjóla í Steingrím med det samme og negla hann niður. Hoppa síðan á honum.

Ísland er svo óspennandi. Vantar þetta agressjónselement í hávelborið fólk.