miðvikudagur, júlí 21, 2004

Nostra alma mater vivat, crescat, floreat!

Hvar skyldi gamli góði MR-andinn koma betur fram annars staðar en í minningargrein um sjálfan MR-nestorinn, Guðna Guðmundsson?

Er ráðuneytið lagði til að Menntaskólinn skyldi gerður að því sem kallað var „fjölbrautaskóli“ með svonefndu „áfangakerfi“ lagðist rektor öndverður gegn þeirri firru og hafði fullnaðarsigur.

Með gæsalöppum og stóru M-i. Megi vor aldna móðir blómgast um eilífar tíðir og úr kletti hennar æva kvarnast.