miðvikudagur, júlí 21, 2004

Britney Dowland

Á dýrðardögum Napsters, sem munu hafa verið frá miðju ári 2000 fram á vor 2001, kom maður heim eftir skóla og eyddi dágóðum tíma í tónlistarniðurhal. Ég hef hlustað svo mikið á þessa tónlist að hún verður ævinlega bundin ákveðnum minningum og ákveðnu tímabili. Þegar ég hlusta til dæmis á lagið „Fine knacks for ladies“ eftir John Dowland er ég kominn í stofu C.1.01 og horfi yfir bekkjarfélagana í 3.B. Elsku þribbi, eilíflega ert þú mér horfinn.

Ég hafði aldrei rænu á því að fletta upp textanum í þessu lagi og hef staðið í þeirri trú í mörg ár að í laginu stæði „Ah, megababy“ sem mér fannst ég greina. Í Englandi keypti ég mér disk með King's Singers þar sem þetta lag er, og í nostalgíukasti lét ég verða af því að fletta textanum upp. Hann er svona:

Fine knacks for ladies, cheap choice, brave and new
Good penniworthes, but money cannot woo;
I keep a fair, but for the fair to view;
A beggar may be liberal of love.
 
Þá er það komið á hreint: „A beggar may be ...“ Enda kannski ólíklegt að Britney Spears hafi verið textahöfundur valinkunnra enskra madrigalatónskálda árið 1600. Ég veit það ekki.