miðvikudagur, júlí 21, 2004

Nýja Vísakortið mitt, hvers kortanúmer er ...
 
Ég er orðinn adúlt með Vísakort sem notað verður um alla eilífð. Næstu ár verða skuldir, eymd og volæði en ekki leikur að stráum.
 
En það er eitt sem hræðir mig við þetta: Er kortanúmerið mitt sem stendur á sjálfu spjaldinu það eina sem óprúttinn kóni þarf til að steypa mér í skuldir einhvers staðar í Bútan? Ef ég kveikti óvart á tölvu, færi á internetið, skrifaði kortanúmerið mitt í Create a new post og ýtti á Publish post, alveg óvart, væri það mjög slæmt?
 
Er hættulegt að ganga alltaf með Vísakortið á sér ef einhver skyldi stela því? Hafa hryðjuverkamennirnir ekki unnið í striðinu gegn hinum frjálsa heimi ef ég læt undan óttanum? Gerir Vísakort eiganda sinn kaupóðan? Verð ég gjaldþrota í lok mánaðarins eins og danski ríkissjóðurinn árið 1801?
 
Ég ætla að losa mig við þetta Vísakort strax á eftir.