föstudagur, júlí 09, 2004

Atli útlenski

Þá er það komið á hreint. Í ár fer ég í þrjár utanlandsferðir, til:

1) London á Bretlandi 16.—18. júlí með Ásgeiri og Birni;
2) København í Danmörku 1.—5. september með Helga og Oddi að heimsækja Snæbjörn;
3) Hansestadt Hamburg í Þýskalandi 21. desember til 9. janúar með sjálfum mér að gista hjá ættingjum. Og kynna mér norðurþýskan merkantílisma.

Loksins, loksins er ég á leið til Drottins Deutschlandsins míns, eftir tveggja og hálfs árs aðskilnað. Ég ætla að vera yfir jól og áramót og hver veit nema ég taki Expreß-Zug til Vínar einhvern daginn ...

Ég býst við því að fljúga til Kaupmannahafnar og taka lest til Hamborgar. Þegar ég kem yfir landamærin ætla ég að taka í einhvern neyðarrofa, stökkva úr lestinni og kyssa jörðina. Síðan ætla ég aftur inn í lestina og látast vera sofandi.