miðvikudagur, júlí 07, 2004

Sumir, aðrir ekki

Lánþ. 1 (snýr sér undan): Heyrðu, svo var ég að skila þessu. Eigið þið nokkuð þarna, þarna eftir hann æi þarna Viktor Arnar, Flateyjarbók, eigið þið hana?

AFS (skannar, kímir og bendir í átt að 819.3): Jájá. Við eigum hana alveg ...

Lánþ. 1 (bendir á glæpasögurekkann): En bíddu á hún þá ekki að vera þarna?

AFS: Já, haha, Flateyjarbók er sko skinnhandrit ... sem var gefið út ... haha ...

(Augnaráð. Algjör þögn.)

AFS (flýr): Get ég aðstoðað?

Lánþ. 2 (horfir viðurkenningarglotti á AFS): Ég ætla að skila þessu.