miðvikudagur, júlí 07, 2004

Loftkastali

Og talandi um tengingar. Portúgalska hljómar eins og Rússi að reyna að tala spænsku. Málhljóðin eru ótrúlega lík rússnesku en samt greinir maður inni á milli einhver rómönsk orð sem maður kannast við. Ótrúlega fyndið. Ég er helst á því að portúgalska þjóðin í heild sinni hafi verið herleidd til Rússlands fyrr á tímum en það hafi bara gleymst óvart að skrá það í sögubækur. „Já úps! Skildum eftir eyðu þarna maður váááá!“

Fleiri tengingar, I've started so I shall finish: Fyrst 'feira' þýðir 'dagur' á rússgölsku, þá hlýtur hinn vinsæli menningaráfangastaður Íslendinga Albufeira að þýða 'hvítidagur' þar sem 'albus' þýðir 'hvítur' á látínumáli. En nei, þetta er komið úr arabísku og þýðir 'lón'. Djöfull.