miðvikudagur, júlí 07, 2004

Tengingar

Þar sem ég sit sýknt og heilagt inni í loftkældu og flúoresent-lýstu lókúmi verð ég að ráða það af öðru en sólarljósi á kroppi mínum eða grænum gróðri að það sé komið sumar.

Fólk hlýtur eiginlega að vera komið í sumarvinnuna sína, því í stað allra leiðinlegu IP-talnanna (á borð við 134.234.12.238.xdsl.is) þá eru í staðinn komnir glæsilegir fyrirtækjaserverar á sitemeterinn. Landsbankinn, Marel, ýmsar ónefndar ríkisstofnanir.

En ég hef eina spurningu: Af hverju í andskotanum heitir serverinn hjá Samskipum 'Chopin'? Hvaða fyndni á þetta að vera? Heitir kannski serverinn hjá ölknæpunni Sirkus 'Goethe'?