mánudagur, júní 28, 2004

Krónprins-fögnuður/raunir

Ég er skíthræddur um að ég ráði ekki við mig á Garðatorgi á morgun. Ef ég reyni að nálgast Haakon og Mette-Marit með æðisgengnum og hamslausum fagnaðaröskrum á norsku, haldið þið þá að ég verði snúinn í malbikið af einhverjum harðsvíruðum leyniþjónustumönnum?

Setjum okkur í spor leyniþjónustunnar: Einhver bersýnilega vitstola maður kemur öskrandi og vælandi með illgreinanlegum hljóðum að krónprinsparinu og vill, að því er virðist, slengja til hans höndunum. Hann reynir með offorsi að brjótast gegnum þvöguna, kjökrar og er hálfgrátandi af geðshræringu. Hvað mynduð þið gera?

Ég vil þó fá að tjá fögnuð minn einhvern veginn, en ég held að ég verði að tjúna mig niður fyrir morgundaginn ef ekki á illa að fara.