fimmtudagur, júní 24, 2004

Loxins!

Ég hætti að vera áskrifandi að Andrési Önd fyrir mörgum árum. Ástæðan: Blaðið er drasl. Ég þori að fullyrða að allt í Andrési Önd nema Don Rosa-sögur er algjör, verðlaus, ógeðslegur, andlaus, illa teiknaður og ótíndur draslningur af verstu sort.

En Don Rosa ber af öðrum sem íturskapaður askur af þyrni, sem Prins Póló af Elitesse. Ég hef oft gluggað í Andrésblöð í leit að donrósískum sögum en virðist hafa tapað þeirri list að koma auga á hina földu skammstöfun D.U.C.K sem höfundur felur alltaf í fyrsta ramma sögunnar. Þar til í dag, góðir hálsar.

Í 27. tölublaði, 22. árgangi, sem dagsett er 28. júní 2004 kom ég auga á D.U.C.K. í fyrsta ramma framhaldssögunnar Svarti knapinn gloppar enn en dökkið er á hvolfi í efra hægra horni og dulbúið sem kínverskt letur neðst á málverki. Jessssss! Ég er bestur.

Takk fyrir mig.