þriðjudagur, júní 15, 2004

Öppdeit

Ég fór til þeirra, rétti fram samheitaorðabókina og sagði: Viljið þið ekki heldur fá samheitaorðabók í krossgátuna? Þær brostu og kinkuðu kolli. Dóttirin varð mjög áköf og sagði Jú! Síðan sneri hún sér að mömmu sinni og bunaði út úr sér hljóðastrengnum [kókúrríjúkúkúdúdero]. Ég vildi óska að ég vissi hvað hann þýðir.