fimmtudagur, júní 10, 2004

Vivaldi er æði pæði

Þegar ég ætlaði að fara á blogger dott komm að skrifa þessa færslu sló ég fyrst inn www.vivaldi.com. Að hlusta á Vivaldi í sumarnóttinni er mergjað. Ég ætla að láta spila Vivaldi í jarðarförinni minni, burt með sorg og sút, inn með hressilegan g-dúr-Vivaldi.

Ég ætla að hætta þessari djöfuls málavitleysu og spila Vivaldi það sem eftir er ævinnar. Vill einhver kenna mér á sembal, fiðlu, mandólín og trompet?