miðvikudagur, júní 02, 2004

Í latínu þeir kunna ekki par

Á bls. 2 í DV í dag er meinleg latínuvilla. Þar vildi einhver fyndinn greinarhöfundur snúa út úr hugtakinu 'hluti fyrir heild', eða 'pars pro toto'. Hann skrifaði 'toto pro pars'. Þar er ablativus kominn í frumlagssæti og svo virðist sem forsetningin pro stýri nefnifalli. Ef menn ætla að snúa út úr mega þeir ekki forakta forsetningar. Rétt yrði þetta 'totum pro parte'.

Ég hringdi upp á DV áðan, sagði til nafns og bað þá að birta leiðréttingu á bls. 2 á morgun. Sjáum hvað setur.