sunnudagur, maí 23, 2004

Úr stjórnmálaheimi annarra stórvelda

Guð minn góður, hvað þetta er fyndin mynd. Þarna eru þau Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Gesine Schwan, forsetaframbjóðandi sósíaldemókrata, og það sem mér sýnist vera Franz Müntefering, flokksformaður sósíaldemókrata, að hlæja voða hátt saman.

Nú er það reyndar orðið ljóst að Horst Köhler verður níundi Bundespräsidentinn, en hefði Gesine Schwan orðið forseti Þýskalands hefði hún væntanlega verið fyrsta hesta-kindar-hybridið til að hljóta þá stöðu. Sjáið þið tanngarðinn og hárið á manneskjunni? Hver skyldi annars hafa sagt brandarann? Ég giska á Schröder, því það er svona lúmskur prakkarahláturssvipur á honum, en Gesine heldur sér í borðið og getur ekki andað af hlátri, þannig að hún er líklegast að hlæja að annars manns brandara en eigin. Franz Müntefering er meira að segja klappandi, varla fyrir sjálfum sér, þannig að hann er sjálfsagt að fagna því hversu fyndinn elsku kanslarinn er.