sunnudagur, maí 16, 2004

Survivre

Stundum dett ég inn í Survivre. Ég held ég hafi fylgst með a.m.k. tveimur þáttaröðum í heild sinni af þessum sjö sem búnar eru þótt ég hafi misst af einum og einum þætti.

Ég sá hluta úr þættinum í gær sem kveikti loga í huga mér. Því ég, kæru hlustendur, er sjaldnast hrifinn af einhverju svona löguðu á sömu forsendum og annað fólk eins og þeir sem þekkja mig vita. Þannig var að Boston Rob vann í keppni um pikköpp-trukk og mátti krúsa á honum í bílabíó með félaga að eigin vali. Að sjálfsögðu valdi hann sína heittelskuðu, Amber hina fögru.

En þá heyrði ég að það er ástæða fyrir því að hann er kallaður Boston Rob. Hann er (já, brace yourselves) frá Boston og sem slíkur talar hann enskuvaríant sem er kallaður Boston English.

Þegar Boston Rob var spurður að því hvern hann vildi mitnehma í bílabíóið þá sagði hann: „Ambeh. Of cohs.“ Boston-búar bera r ekki fram eins og restin af Ameríku, heldur meira eins og Bretar, og segja til dæmis Haavaad, ekki HaRRvaRRd. Þá bera þeir suma sérhljóða afar skemmtilega fram, bera 'therefore' fram sem [ðea'fúa] en ekki [ðer'for]. Þannig skapa þeir sér mjög ákveðna lingvistíska sérstöðu þar í landi, sbr. þessar lýðvefssíður.

Fólk kannast umsvifalaust við um hvað ég er að tala þegar ég bendi því á President John F. Kennedy, en hann talaði ensku svolítið skrýtilega, nefnilega Boston English, sama varíant og Boston Rob, eins og heyra má hér og hér. Civis Romanus sum.
´
Ég ætla að flytja til Boston.