miðvikudagur, maí 12, 2004

Katalónsk hljóðfræði og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Ég hef áður lýst því yfir að ég voni heitt og innilega að Andorra vinni í Júróvisjón. Þetta er svo skemmtilegt lag, sungið á svo skemmtilegu máli. Reyndar er sænska lagið skætt, en Lena virðist hafa fallið í þá gryfju sem norræni panellinn spáði í hinum stórkostlega þætti Inför Eurovisionen, nefnilega að syngja á ensku. Sem sagt: Det gör ondt (di jör únt), sensjúal; Oh, it hurts (ó itt hörrrrrrrds), ei sensjúal. Lena þessi er reyndar rétt tæplega fertug þó hún hafi boðið af sér þann þokka í myndbandinu frá svenska teve-inu að vera tvítugt stígvélabeib. Það er ótrúlegt að Svíarnir sendi alltaf inn ABBA-lög. Ég hætti að telja ABBA-hljómana í þessu lagi þegar ég var kominn upp í tíu þúsund. Þetta gerðu þeir líka '99 þegar þeir STÁLU SIGRINUM af okkur á ósvífinn hátt með ljóshærðri mjólkurbelju. Þess verður að hefna, það verður að brjóta hjálm Gotans og leka heilanum út! Hefði ekki verið gaman ef Eurovision '99 hefði valdið nýjum Norðurlandaófriði? Þá hefði „Kong Christian“ öðlast nýja merkingu.

En aftur að andorríska (andorrska, andorristíska) laginu. Við Halldóra Kristinsdóttir fellow-málfræðinörd þráum að vita hvernig það er borið fram, því upptökur af því sem fá má á lýðvefnum eru ekkert voðalega skýrar og reyndar flestar frekar óskýrar. Ég fletti upp í hljóðfræði-ensíklópedíunni minni sem hefur að geyma smákafla um hljóðfræði nokkurra útvalinna tungumála, þar á meðal katalónsku. Fyrir kaflanum er skráður einn Joaquim Llisterri sem er ábyggilega svona Eiríkur Rögnvaldsson Katalóníu.

Ég tók augljósa kostinn í stöðunni og sendi þessum lærdómsmanni eftirfarandi ímeil:

Catalan Phonetics and the Eurovision Song Contest

Dear Doctor Llisterri.

My name is Atli Freyr Steinthórsson*, and I am a student of linguistics in Iceland**. My friend and I are very much interested in the Romance languages, and especially Catalan.

We are keen on getting thoroughly acquainted with the pronunciation of that language, and when we learned that the entry from Andorra in the Eurovision Song Contest in Istanbul would be sung in Catalan, we thought it would be a great idea for us to learn this song by heart. Even though it is merely an insignificant pop song***, we thought it would be a good place to start as the lyrics are not written in a complex way, truth be told.

We were wondering whether you would be so kind as to give us a phonetic reproduction of this pop song or point out someone else who would be interested to do so. We believe that we may acquire a good understanding of Catalan phonetics by doing this, but most important of all: It would be fun watching Eurovision with this knowledge!****

These are the lyrics to the song:

JUGAREM A ESTIMAR-NOS

No en tinc cap dubte, cap dels dos sabem
per què estem junts aquesta nit
Tu no saps ni com em dic
i la veritat, tampoc jo sé el teu nom.
Potser és millor que no pensem en res
aprofitem que estem solets
aparquem tots els problemes
i disfrutem d'aquest moment
Aquesta nit farem que sigui nostra.
Aquesta nit podrem ser el que volguem
mentre esperem que surti el sol.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.

I quan el sol demà et tregui del llit
jo ja no seré al teu costat
només quedarà un record
el somni d'una nit d'estiu.
D' aquella nit que vam tenir tots dos
ben lluny de tota realitat.
Una nit que ara vivim
i volem que duri eternament.
On no importa res, només nosaltres.
Aquesta nit val tot, seré qui vulguis
mentre no aparegui el sol.

Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
No tenim cap pressa
però no perdem temps
que quan surti el sol
la màgia es perderà.
Que la nit és llarga
però l' em d'aprofitar
seré el que tu vulguis fins que surti el sol
fins que surti el sol.

Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos... fins que surti el solBest regards,

[sign.]

* Það á aldrei að hætta á að skrifa Steinþórsson, því þá halda útlendingar að ég heiti Steinporsson, eins og nokkrar tímaritaáskriftir hafa sannað.

** Hvað er þetta, maður? Ekki fer ég að segja manninum að ég sé menntaskólanemi! Síðan verð ég einhvers konar língvistikk-stúdent bráðum.

*** Ég varð að sýna manninum kirfilega fram á hversu doctissimus ég væri, og liti í raun niður á þetta popplag, en áhugi minn á því væri einvörðungu málvísindalegs eðlis.

**** Ég klykki út með að gera lítið úr eruditione minni, og manngeri mig svolítið.Sama dag fékk ég svohljóðandi svar:

Re: Catalan Phonetics and the Eurovision Song Contest

Dear Atli and Halldóra,

Thank you very much for your very nice and kind message. I would like to help, but I am going tomorrow for a linguistics conference, will be away for more than one week and still have to prepare my papers:-) I have forwarded your e-mail to the colleagues in my group, to see if they can help.

Good luck with your studies, and best regards from Barcelona.

Joaquim


Skyldi hann ekki hafa nennt þessu og diktað upp einhvern konferens eða átti þessi konferens sér í raun stað? Ég hef ekki fengið neitt svar frá vinnufélögum hans þannig að ég neyðist til að læra katalónska hljóðfræði á föstudeginum eftir grískuprófið og hljóðrita þetta sjálfur.

Það er erfitt að vera nörd, það er erfitt að vera nörd.