fimmtudagur, maí 06, 2004

Nokkrar athuganir í tilefni dagsins

* Í 10-11-búðinni í Austurstrætinu (eða Ræsinu, eins og innanbúðarmenn munu kalla þann stað) er frístandandi rekki með jarðarberjum. Á honum er stórt skilti sem á stendur: Vínber, 499 kr. kg

* Ég hef aldrei séð jafnmikla heiðríkju yfir Menntaskólanum í Reykjavík og í dag. Hún var þar að innan sem utan.

* Það er meðal æðstu takmarka minna að finna lyktina af Konungsbók Eddukvæða.

* Ég veit ekki hvað þetta er með mig og Lady Macbeth. Hún er bara svo, svo ...

* Ég hef komist að því að upphafsstefið í Kontrapunktinum mínum, Jong pörsons gæd tú ðe orkestra eftir Britten, kom svolítið bjagað út í útsendingunni. Þegar ég ber saman upprunalega fælinn í tölvunni minni og útsendingarfælinn heyri ég að radíókvalítetið er ekki jafngott og orgínalinn. En ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur.

* Það er ógeðsleg ógeðsleg ógeðsleg hlandlykt við tölvurnar á fimmtu hæð Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu. Ég hef ekki fundið svona viðbjóð síðan síðasta sumar í Barcelona. Koma rónar þangað inn og míga á sig?

* Fyrsta embættisverk mitt hér á BGB í dag var ekki að lána út barnaspóluna Barbie as Rapunzel eins og ég spáði fjálglega í votta viðurvist í dag, heldur varð teiknimyndin Villti folinn þess heiðurs aðnjótandi.

* Síteringar í Macbeth eiga nánast við hvenær sem er, í hvaða sitúasjón sem er.

* Einn daginn, ó einn daginn ...