mánudagur, maí 03, 2004

Maður stendur við sín prinsipp

Ég lifi eftir nokkrum vel völdum maxímum. Eitt er til dæmis fleyg orð Jorge Luis Borges, „El fútbol es popular porque la estupidez es popular,“ fótbolti er vinsæll því heimska er vinsæl.

Um daginn átti ég í samræðum við sjö ára gamalt barn sem sat á hjóli. Það var í gulri úlpu og með ljósgrænan hjálm á höfði. Það var rjótt í kinnum og spurði mig af ákefð: „Með hvaða liði heldurðu í fótbolta? Heldurðu ekki með UMFB?“ (= Ungmennafélag Bessastaðahrepps.) Að sjálfsögðu hvika ek eigi frá mínum lífsdogmata og hreytti úr mér löturhægt og ískalt: „Ég fylgist ekki með fótbolta vegna þess að það er heimskuleg íþrótt og þeir sem stunda hana eða hafa áhuga á henni eru heimskingjar.“

Þá sá ég barnið brotna saman andlega fyrir framan mig og segja ofan í sig: „En við vorum að vinna 6-1 og það er ekkert heimskulegt.“ Síðan hjólaði það ofurhægt í burtu frá mér. Það ískraði svolítið í keðjunni.

En mér er alveg sama vegna þess að ég hef hjarta úr steini!!!! ÚR STEINI!!!! HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!