þriðjudagur, júní 01, 2004

Prímordíalismi

Bush Bandaríkjaforseti er svo prímordíall. Tekur skammbyssu sem sigurtrófí af Saddam og geymir á sporöskjukontórnum. Hann er þó prímordíalari en ég hélt, því eftir að hann kafnaði næstum á saltkringlu er hann í góðum félagsskap fornskáldsins Anakreons frá Teos sem mun hafa kafnað á vínberi í einhverju gilli.

Fróðleikspunktur dagsins í boði Ágústs Bjarnasonar (eða öllu heldur Döggu og Hjalta). P.S. Ágúst Bjarnason var málfatlaður og beygði sögnina 'vega' óg í þátíð. Óg!