mánudagur, júní 07, 2004

Aðeins svona

Öllum góðum mönnum bendi ég á pistil Víkverja í Mbl. dagsins í dag. Eins og talað úr mínum munni. Og tillögur hans munu verða að veruleika, det skal I nok få at se! Það er allt að gerast í þessum málum.

Smá svona meira

Ég sofnaði við sjónvarpið í gærkvöldi. Glugginn minn var opinn og dregið frá. Um klukkan 03:00 banka Helgi og Jóhann létt á rúðuna og vekja mig. Ég rís upp við dogg og trúi ekki því sem ég sé, tveir skælbrosandi og veifandi einstaklingar. Úr varð að við fórum í tveggja tíma fornøjelsesrúnt um Álftanes þar sem ég gegndi hlutverki leiðsögumanns.

Steikt en jafnframt mjög skemmtilegt. Komið endilega og vekið mig aftur, strákar. Samt ekki núna í nótt.