fimmtudagur, júní 03, 2004

Ég synja þessari fullyrðingu þinni staðfestingar!

Margrét Erla 'málfarsráðunautur' Maack eitthvað að rífa sig. Ég bendi henni á bls. 1443 í Marðar-Eddu (nýju orðabókinni):

spúa -ði S 1 spýja, æla; gjósa

spýja spúði, spúð (eða st.b.) spjó, spjóum, spúið (vh.þt. spýði eða spýi) S 1 kasta upp, varpa upp

Sagnirnar eru jafngildar, og sannast það helst á því að sögnin spúa er útskýrð með því að vísa í spýja. Reyndar er sögnin spúa mynduð af þátíð sagnarinnar spýja vegna áhrifsbreytingar og er því eiginlega um sömu sögnina að ræða enda merkingin nákvæmlega sú sama. Menn mega því segja hann spjó eldi og hann spúði eldi, hvaða sögn sem liggur til grundvallar.

Talandi um Marðar-Eddu

Á bls. 1488 rakst ég á annað orð:

Stór-Dani KK; danskur stórveldissinni; sögul. Dani mjög andvígur frelsiskröfum Íslendinga og annarra þjóða undir stjórn Danakonungs

Word up, dude.