miðvikudagur, júní 09, 2004

Málþroski minn

Þegar ég var tíu ára las ég viðtal við skækju í Helgarpóstinum sáluga, þeim þóftusterka miðli. Þar kom viðtalinu að hún sagði þetta: Já, svo er ég með svona korters strippsjó og fæ rosalegan pening út úr því.

Það tók mig nokkur ár að komast að því hvers konar sjór strippsjór væri.

Hér með legg ég til að orðið strippsjór verði innleitt í íslensku. Það er mjög fallegt og þjált. Dæmi: Svo valt ég inn á einhverja helvítis strippsævarbúllu og ældi.