mánudagur, júní 14, 2004

Háskólatilhlökkunarblogg II

Ég hlakka til að komast í skóla þar sem maður getur fengist við það sem máli skiptir. Ég hlakka til að þurfa ekki að fara í helvítis helvítis íþróttir. Ég hlakka til að sitja fyrirlestra. Ég hlakka til að fara að skandera almennilega. Ég hlakka til að byrja með algjörlega autt blað. Ég hlakka til að sitja í þýðingartímum í aðalbyggingunni. Ég hlakka til að vera búinn klukkan 12:15 á föstudögum. Ég hlakka til að eiga gáfulegar samræður á þýsku við erlenda gistiprófessora.