þriðjudagur, júní 15, 2004

Ó þessi kona

Ó ÞESSI KONA!

Krossgáta

Áðan kom japönsk kona sem ber eftirnafn íslensks eiginmanns síns. Hún var með dóttur sína með sér sem talar fullkomna íslensku. Konan sagði hins vegar við mig: Getúr ... tú ... reitað ... að bókinni X?

Vegna þess að ég hef lært málvísindi vissi ég nákvæmlega hvers vegna hún talaði svona. Mér fannst það mjög gaman meðan ég var að afgreiða hana.

Þegar hún afhenti dóttur sinni bækurnar þrjár sem hún fékk að láni sagði dóttirin 'hai, hai, hai'. Sú spurði um íslenska orðabók áðan, og þær settust saman niður við borð og hófu að leysa krossgátu. Ég ætla að auðvelda þeim verkið akkúrat núna og bjóða þeim samheitaorðabók.

Japanarnir, maður.