miðvikudagur, júní 16, 2004

Rís þú, unga Íslands merki

Nú þarf ég að fara að pússa skó og pressa föt því á morgun, 17. júní, mun ég bera blómsveig frá íslensku þjóðinni til frjálsræðishetju hennar.

Og yfir í allt annað

Sama dag kl. 22 mun ég freista þess að verja þungavigtarheimsmeistaratitil í langsóttri bókmenntafræði á sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Talkúm og hanskar tilbúið.