sunnudagur, júní 27, 2004

Haha

Mér til skemmtunar samdi ég textakorn á norsku um hingaðkomu eidolonanna minna (vá, en skemmtileg beygingarmynd), Hákons og Mette-Maritar sætu milli Barbiespóluafgreiðslna á BGB. Þá komst ég að því að titillinn 'Hans Kongelige Høyhet' sem skeytt er framan við nafn Hákons tekur ekki eignarfallsendingu.

Dæmi: 'I anledning af Hans Kongelige Høyhet Kronprins Haakons besøk, har ...' Maður segir ekki '... Høyhets Kronprins ...' Það er eins og titillinn sé infleksjónalt súspenderaður frá því sem hann á við. Eða bara alveg stirðnaður. Athyglisvert og jafnframt skemmtilegt. Broskall.