fimmtudagur, júlí 08, 2004

Tvær ljósmyndir

Ég keypti tvær ljósmyndir af Fréttablaðinu og DV á kompúterísku formi í vikunni. Önnur birtist í Fréttablaðinu 23. apríl 2004, og er af nokkrum úr 6.A þar sem við vorum í Vesturbænum að internasjónalast og revólúsjónerast.

Hin birtist í DV 18. mars 2002 og er af spurningaliði Reykjavíkurskóla og var prentuð undir fyrirsögninni „Fólk á að halda að við séum yfirnáttúrulegir“. Ekkert sem við sögðum í því viðtali kom rétt út í blaðinu. Ekki neitt. Þess vegna virtist það vera eintómur hrokamónólóg af okkar hálfu.

Dæmi: Ég sagði að við værum nú næstum búnir að renna saman í spurningalegt nirvana. Í blaðinu var þetta: „„Ég tel mig nú vita mest um hljómsveitina Nirvana,“ segir Atli og hlær við undirtektir félaga sinna.“ Annað var eftir þessu.

Þessi mynd er ein sú besta sem var tekin af spurningaliðinu meðan það var og hét. Það slaknar alltaf á hjartarótunum þegar maður sér hana, blessaða.

Ég ætla að fá þessar myndir prentaðar í því sem næst stærðinni A4 á glanspappír og síðan ætla ég að ramma þær inn og hengja upp inni hjá mér. Fyrir fólkið sem var með mér á myndunum býðst ég að gera slíkt hið sama og afhenda því við hentugt tækifæri gegn því að það borgi hráefniskostnað, en hann er hér fyrir neðan. Ég er sá eini sem birtist á báðum myndum, þannig að menn greiði einungis einfalt gjald hvar þeir eru skráðir:

Myndirnar kostuðu 1500 kr. hvor um sig og glansprentunin kostar 540 kr.

Obba, Bjarney, Markús, Una og Tommi borgi því 790 kr.

Helgi, Oddur og Snæbjörn borgi því 915 kr.


Viðkomandi vinsamlegast kommenti og reyni að koma skilaboðunum áfram til þeirra sem ekki lesa síðuna.