þriðjudagur, júlí 27, 2004

Bíómyndir

Ég fæ gæsahúð þegar ég ímynda mér Christopher Lee segja Revenge of the Sith. Með áherslu á Sith.

Bíómyndir II

Ég hlakka svo til að sjá Alien vs Predator að ég er að deyja. Ég meina, þetta er ALIEN VS PREDATOR! Hvað er ekki gríðarlega, fáránlega, óendanlega áhugavert við það? Þetta eru bestustu og flottustu skrímsli í horror-heiminum ever sem ERU AÐ FARA AÐ BERJAST!

Þetta er eins og ef Johann Wolfgang von Goethe og Friedrich von Schiller hittust á förnum vegi og færu að kveðast á. Á sama hátt er Alien vs Predator ein Ereignis von Weltbedeutung.