þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Ég tími ekki tuttugu dollurum, góði minn

Myndirnar sem ég tók í London er enn þá hægt að sjá á netinu. Ég veit ekki hversu lengi það verður og ekki vil ég fara að borga fyrir þetta helvíti. Hvernig virkja ég heimasíðuplássið mitt sem ég á inni hjá Símanum en hef aldrei nokkurn tíma nýtt mér?

Best að ganga í það mál.

Líf að loknu bílprófi

Ég hef svo mikið að gera núna en engan tíma til að gera það. Nú er ekki lengur hægt að skýla sér bak við það að maður komist hvorki lönd né strönd sakir transportfötlunar. Nei, nú er greið leið hvert á land sem er og mér eru allar bjargir bannaðar heima hjá mér.