þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Der Faschismus kann uns allen zugute kommen!

Ég er hlynntur fasisma á ýmsum sviðum. Ég er til dæmis hlynntur því að reykingamenn séu sviptir öllum mannréttindum á opinberum stöðum og þeir útlægir gjörvir. Það að reykingamönnum líðist að stunda iðju sína annars staðar en á heimilum sínum er óþolandi. Non ferendum est. Ég er hlynntur hvaða úrræðum sem vera skal er stuðla að útskúfun þeirra. Skítt með mannréttindi á þeim vígstöðvum. Ógeð skal með ógeði út reka.

Þá er ég einnig hlynntur fasisma til að halda uppi allsherjarreglu. En sitthvað er þó Skálholt og Skítholt í þeim efnum. Nú var ég að lesa í DV um valdstjórnaraðgerðir gegn kaffihúsagestum sem sátu úti á stétt og dreyptu á drykkjum eftir kl. 22, engum til ama. Þá kemur lögreglan og hótar að afturkalla vínveitingaleyfi verði fólkinu ekki ruslað inn á barinn aftur.

Sko. Þetta er negatívur fasismi. Benda má lögreglunni á verðugri viðfangsefni eins og að halda rónum og öðru misindisfólki frá miðbænum og sérstaklega Austurvelli, þar sem slíkar samfélagsdreggjar hópast saman. Ég er hlynntur því að slíku fólki verði safnað saman í rétt einhvers staðar uppi í sveit, hliðinu læst og lyklinum hent oní fjóshaug.

Pósitívum fasisma má beita til að halda uppi allsherjarreglu og ef viðurstyggileg mannfélagsúrhrök raska ekki allsherjarreglu, þá veit ég ekki hvað raskar allsherjarreglu.