mánudagur, ágúst 23, 2004

Útlandanámsmenn

Snæbjörn er orðinn alvöru útlandanámsmaður með alvöru útlandanámsmannsblogg. Þau þekkjast af því að útlandanámsmaðurinn flaggar í haus á bloggsíðunni sinni

1) útlandalegu heimilisfangi
2) útlandalegum síma með mörgum plúsum fyrir framan (sem byrjar ekki einu sinni á 5!)
3) og ímeili á torkennilegum póstþjóni

til að láta alla vita að hann sé útlandanámsmaður. Ekki það að ég sé á móti svoleiðis.

Ég er bara öfundsjúkur því mig langar líka.