þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Tralla ralla ræ

Já, heyrðu. Nú man ég. Ég hef lengi ætlað að mótmæla ex auditorio við doktorsvörn, eða utan úr sal, eins og er skýlaus réttur allra gesta við slík tækifæri þó allir viti ekki af því.

Þetta er náskylt þeirri þrá minni að standa upp á sinfóníutónleikum og æpa eitthvað ótrúlega óviðeigandi yfir salinn. Þegar ég sit á leiksýningu eða fundi þá get ég stundum ekki hugsað um neitt annað en viðbrögð gesta ef ég stæði upp og færi að láta eins og kynsveltur geðklofi á sambýli.