Damn the Welsh
Fundur í félagi konungssinna og imperíalista á Íslandi, „The Council of Nobles“, var haldinn í gær. Það var gaman.
Háskóli Íslands
Universitas Islandiae, eina alvöru-akademía Íslands. Þekkingargimsteinn, lærdómsgarður (hér á að setja inn lofkvæði um Háskóla Íslands undir leónísku hexametri).
Ég fékk háæruverðugt leyfi skorarformanns herra Jóns Axels Harðarsonar í gær til að skrá mig í 22 og hálfa einingu þetta misserið. Mælt er með 15 einingum, 20 er hámarkið. Ef ég ætla að ljúka 60 eininga námi í íslensku og 60 í latínu á minna en því ofurlanga tímabili fjórum árum verð ég að bera mig eftir einingunum. Og það gerist ekki án vinnu.
Áhugaverðast þykir mér við málsögukúrsinn „The Transition from Vulgar Latin to the Romance Languages“, að við lausn á heimaverkefnum sem á að skila er gert ráð fyrir að nemendur kunni ítölsku, spænsku, fornspænsku, rúmensku, frönsku og fornfrönsku. Að sjálfsögðu kann ég öll þessi mál.
Og já
Svo vann lið heimspekideildar Kollgátuna, spurningakeppni milli háskóladeilda. Við Oddur og öðlingurinn Úlfur Einarsson MS-ingur rótburstuðum hjúkkur og lyfjafræðinga fyrst, beygðum lögfræðinga í duftið því næst og undum okkur að læknanemum í úrslitum í hátíðasal Háskólans. Í öllum þessum liðum voru gamlar GB-sjónvarpskempur úr MH. Áhugavert það.
Og þetta rataði á baksíðu Moggans, okkar að engu getið reyndar. En það er alltaf gaman að vinna í spurningakeppni. Gott fyrir sálina.
Próf við Universitatem Islandiae
Ég el þá von í brjósti með hið nýja útlit mitt, að eftirfarandi samtal fari fram þegar ég gef mig fram í öll lokapróf mín eftirleiðis:
AFS: „Já, góðan dag, ég er að mæta í lokapróf í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði.“
Yfirsetukona: „Ertu með skilríki?“
AFS: „Já, bíddu, nægir ökuskírteini, eða ...?“
Yfirsetukona: „Já, já, það er alveg ...“
(Áttar sig.)
Yfirsetukona (cont'd): „Nei, heyrðu, þú ert með löggilt akademískt fræðimannaskegg. Átómatísk tía handa þér, góði minn.“
AFS: „Já, fyrirgefðu. Vertu sæl.“
Yfirsetukona: „Vertu sæll, Doctor Saxithorisfilius.“
(Doctor Saxithorisfilius setur upp svip, eins og sjá mér hér.)
Fundur í félagi konungssinna og imperíalista á Íslandi, „The Council of Nobles“, var haldinn í gær. Það var gaman.
Háskóli Íslands
Universitas Islandiae, eina alvöru-akademía Íslands. Þekkingargimsteinn, lærdómsgarður (hér á að setja inn lofkvæði um Háskóla Íslands undir leónísku hexametri).
Ég fékk háæruverðugt leyfi skorarformanns herra Jóns Axels Harðarsonar í gær til að skrá mig í 22 og hálfa einingu þetta misserið. Mælt er með 15 einingum, 20 er hámarkið. Ef ég ætla að ljúka 60 eininga námi í íslensku og 60 í latínu á minna en því ofurlanga tímabili fjórum árum verð ég að bera mig eftir einingunum. Og það gerist ekki án vinnu.
Áhugaverðast þykir mér við málsögukúrsinn „The Transition from Vulgar Latin to the Romance Languages“, að við lausn á heimaverkefnum sem á að skila er gert ráð fyrir að nemendur kunni ítölsku, spænsku, fornspænsku, rúmensku, frönsku og fornfrönsku. Að sjálfsögðu kann ég öll þessi mál.
Og já
Svo vann lið heimspekideildar Kollgátuna, spurningakeppni milli háskóladeilda. Við Oddur og öðlingurinn Úlfur Einarsson MS-ingur rótburstuðum hjúkkur og lyfjafræðinga fyrst, beygðum lögfræðinga í duftið því næst og undum okkur að læknanemum í úrslitum í hátíðasal Háskólans. Í öllum þessum liðum voru gamlar GB-sjónvarpskempur úr MH. Áhugavert það.
Og þetta rataði á baksíðu Moggans, okkar að engu getið reyndar. En það er alltaf gaman að vinna í spurningakeppni. Gott fyrir sálina.
Próf við Universitatem Islandiae
Ég el þá von í brjósti með hið nýja útlit mitt, að eftirfarandi samtal fari fram þegar ég gef mig fram í öll lokapróf mín eftirleiðis:
AFS: „Já, góðan dag, ég er að mæta í lokapróf í hljóðfræði og hljóðkerfisfræði.“
Yfirsetukona: „Ertu með skilríki?“
AFS: „Já, bíddu, nægir ökuskírteini, eða ...?“
Yfirsetukona: „Já, já, það er alveg ...“
(Áttar sig.)
Yfirsetukona (cont'd): „Nei, heyrðu, þú ert með löggilt akademískt fræðimannaskegg. Átómatísk tía handa þér, góði minn.“
AFS: „Já, fyrirgefðu. Vertu sæl.“
Yfirsetukona: „Vertu sæll, Doctor Saxithorisfilius.“
(Doctor Saxithorisfilius setur upp svip, eins og sjá mér hér.)
<< Home