laugardagur, september 18, 2004

Og af því meguð þér eftirdæmi draga

Hann missti áhugann á blogginu og sneri sér að rannsóknum á svissneskum afdalamállýskum. Sumir kalla það „ljóta þýsku“ en það er smekksatriði eins og annað í heiminum. Oseisei.

Hann varð svo svalur að hann hætti að lesa blogg, kallaði tímasóun og gerði hróp á torgum úti að þeim sem það stunduðu.

Síðan sprakk hann svo svakalega á limminu að blóðugar tætlur þvermóðskunnar birtast nú landsmönnum í formi þrjátíu bloggfærslna á dag.

Hann heitir Erlingur og er með gleraugu.