laugardagur, september 18, 2004

Að vera súrrandi geðveikur

Á vafri mínu um netið rakst ég á þessa stórmerkilegu síðu.

Þar bjóða Hansakaupmenn nokkrir rúðufestar plastfánastengur falar öllum landslýð. Fánastengur þessar skal skorða milli bíls og rúðu þar sem flaggið má blakta í vindinum er vagninum er ekið um býjarins stræti.

Sú hugmynd hefur oftar en einu sinni skotið upp kollinum í Félagi konungssinna og imperíalista á Íslandi, „The Council of Nobles“, að auðkenna hvörja þá bifreið er sósjetetið ferðast í saman með einhvers konar fána, og þá helst bresk-íslenska sambandsfánanum sem áður hefur birtur verið á þessum síðum.

Sýnist mér hér sem fullkomin lausn hafi dottið af himnum ofan líkt og Dannebrog forðum oná Valdemar Sejr í Eistlandi. Einfalt mál væri að herstella litla sambandsfána og skipta út fyrir danabrók.

Hversu svalt væri það að keyra um staðinn í kjólfötum með sambandsfánann blaktandi á bílnum, glugga niðri og blasta Rule Britannia á hæsta vólúmi?

Það væri svalt utan enda.

— „Herrar, eigum við að fara á rúntinn?“
— „Bíddu mín um litla stund er ég gyrði mig sverði og næ í fánann úr skríninu.“