mánudagur, október 04, 2004

Lene Schøsler

Núna á ég að sitja við skriftir á verkefni í latneskri málsögu, en það á hin æruverðuga prófessorinna Lene Schøsler við Kaupinhafnarúníversitetið að fá í ímeili ekki síðar en á miðnætti er skilur milli 6. og 7. október.

Í stað þess að gera þetta verkefni í dag hef ég meðal annars:

a) skrópað í tíma til að borða pizzu,
b) farið á Þjóðarbókhlöðuna og gert ekki neitt,
c) farið í skoðunarferð á bílnum mínum um Álftanes, m.a. Sviðholtsvör,
d) horft (aftur) á færeyska fréttatímann Dagur og vika sem ég dánlódaði,
e) borðað epli,
f) framið kommentsglæp,
g) reynt að upphugsa sterk rök sem mæla gegn því að að ég taki til í herberginu mínu. Þau eru m.a.:

1) mér líður vel í draslinu,
2) ég finn næstum því allt í draslinu sjálfu sem ég þarf að finna,
3) það er tíma- og orkufrekt að taka til,
4) ég get alveg verið í tölvunni frammi í eldhúsi og lesið bækur inni í stofu.

Verkefni, já.

Já, já.