miðvikudagur, september 29, 2004

Lærdómshötturinn minn

Ég ber heilagan metnað í brjósti til þess að mæta með lærdómshöttinn minn (hér til hægri á mynd) í skólann einhvern daginn.

Mér var tjáð að þá yrði ég þekktur sem „Árnagarðsfíflið“.

Ég hef hins vegar þá draumsýn að fólk falli á kné frammi fyrir mér og ávarpi mig: „Eheu, non dignus sum, Doctor Saxithorisfili, NON DIGNUS SUM!“ (bein ísl. þýð.: „Ó, ég er ekki verður, Doctor Saxithorisfilius, ÉG ER EKKI VERÐUR!“)

Ég hef því ákveðið að stofna til kosningar um þetta málefni. Kjósa má annaðhvort í kommentakerfinu eða með því að senda póst á afs1@hi.is.

Fólk má gjarnan gera grein fyrir atkvæði sínu með stuttum rökstuðningi.