föstudagur, október 29, 2004

Botnlaus og ósmekkleg egósentrík?

Ég hef verið sakaður um að vera egósentrískur mongólíti. Ég hef einnig verið sakaður um að eiga í harðri keppni við Margréti Erlu Maack um kóver í fjölmiðlum.

Talandi um það, þá fórum við að ræða þessa keppni og komum okkur upp grófum stigalista.

Nokkur lýsandi dæmi: framkoma í sjónvarpi með nafni 100.000 stig, nafnbirting í dagblaði eða (glans)tímariti 50.000 stig. Deilt var um hvort myndbirting gilti til stigahækkunar. Framkoma á leiksviði 25.000, akademískur fyrirlestur 25.000 stig. Komið fram í útvarpi undir nafni 50.000 stig. Annars gilti sú meginregla að þegar ekki var komið fram undir nafni skyldi gefa helmingi færri stig fyrir viðkomandi lið en ella.

Ég skoraði mikið fyrir allt kóver í sambandi við Gettu betur en meginstigamagn Margrétar kom úr sviðsleik. Þá var hægt að tína til ýmisleg segment úr fréttatímum, dagblöðum, Séð og heyrt (þar sem við höfum bæði prýtt síður) og ýmsu öðru smálegu.

Eftir mjög nákvæman samanburð þar sem hart var barist komumst við að því okkur til allmikillar furðu að hvort um sig hafði eina milljón eitt hundrað og fimmtíu þúsund stiga.

Staðan í október árið 2004: 1.150.000 stig handa hvoru um sig.

Er ég plebbi? Já, og nýt þess í botn.