fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Levius fit patientia quidquid corrigere est nefas

Í dag ræddum við söguleg málvísindi á einstaklega yfirborðskenndan hátt í Háskóla Íslands. Skautað var yfir helstu tópík á ljóshraða og síðan fór kennslupersónan að tala um Rasmus Kristján Rask. Rekjum það stuttlega:

Kennslupersóna: „Já, og svo kemur Rask til Íslands 1818 og kynnir sér ...“
Atli Freyr Steinþórsson: „Nei, hann kom hingað 1813.“
KP: „Já. 1813. Og kynnir sér íslenskuna nánar en hann sko byrjaði að læra hana sex ára ...“
AFS: „Nei, hann byrjaði að læra hana á unglingsárum í Odense Katedralskole. Þegar hinir baunarnir fóru að slarka fór hann upp á háaloft með kerti og eintak af Heimskringlu.“
KP: „Jaaá. En já. Rask hélt því fram að satem-málin ... já, hérna, satem-mál og kentum-mál; málaflokkar sem heita eftir tölunni hundrað á sanskrít og latínu — að satem-málin ...“
AFS: „Satem heitir eftir tölunni hundrað á avarísku.“
KP: „HVAÐA DJÖFULS MÁL ER ÞAÐ?!“