föstudagur, nóvember 26, 2004

Og farið síðan eftir þessu!

Ef það er eitthvað sem pirrar mig meira en þegar bara vondu molarnir eru eftir í nammidollu þá er það þegar fólk segir „grúppa“ í stað „hópur“. Þetta finnst mér tilgerðarlegur fávitaháttur.

Dæmi (mælandi talar með bandarískum errum og dregur seiminn á kanalegan hátt): „Já, og so kjomum við seman í svona ... grúppuuuuuu, o þa ver rosalea geman í grúppunniiiiii.“