þriðjudagur, desember 14, 2004

Hanneskar lókúsjónir

Menningarkynningin í París virðist hafa skilað fleiru en bráðnuðum ísjökum og fullum Parísarsnobbhænsnum.

Jacques Chirac var í fréttunum áðan að pissa á sig yfir æðisleika einhverrar brúarómyndar í Rónardalnum og virðist hafa óverdósað á Hannesi Hafstein að opna Þjórsárbrúna 1895.

Kannski lenti hann á Hannesartrúnói við Svein Einarsson inni á klósetti.