laugardagur, mars 26, 2005

Haldið þið ekki að ég hafi séð Bobby og Miyoko í spássértúr við Valsheimilið áðan? Hann útskeif himnalengja í flaksandi gallaskyrtu og með derhúfu, hún pínulítil og skælbrosandi í ökklasíðri ömmukápu með buddu. Þetta var óborganlegt.