miðvikudagur, mars 23, 2005

Peningamál mín

Ég álpaðist inn á „ódýra“ tónlistar- og myndbandamarkaðinn í Perlunni í gær. Álpaðist, segi ég. Þegar yfir lauk hafði ég eytt 7.000 krónum í eitthvað sem ég veit ekki hvað er, og meðal annars diskinn Best of Greece 2001, sem inniheldur það allraallrabesta af grísku eþnópoppsenunni það árið.

Já, ég veit ekkert heldur hvernig mér datt í hug að kaupa það!

Annars er ég glaður í dag.