miðvikudagur, apríl 06, 2005

Ég hef þeyst um Álftanes síðustu daga á hjóli mömmu.

Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna karlmannsreiðhjól eru með stöng sem gengur úr hnakk fram í stýri, en kvenmannsreiðhjól ekki. Kvenmenn hafa engra hagsmuna að gæta á þessum stað, en það hafa karlmenn.

Þess vegna ætla ég að halda áfram að þeysa um Álftanes á hjóli mömmu.