Mér hefur verið hnekkt
Eftir að hafa gert allar mögulegar ráðstafanir til að sannfæra trúfasta lesendur um blekkinguna hér að neðan féll ég á því að nota séríslenska stafi á nokkrum stöðum. Bölvaður sért þú, Einar Örn. Megi Þorsteinn Gylfason finna rökvillu í ritsmíðum þínum.
Eftir að hafa blokkað alla á MSN, hvorki svarað SMS-um, símhringingum né tölvupósti, skrifað ankannalega stafsetta bloggfærslu og fengið saklaust fólk til að taka þátt í samsærinu og neita kunnskap við mig í þeim tilgangi að sannfæra alla um að ég væri í raun á Ítalíu, þá féll ég. Og fallið var mjög hátt.
Annars er þessi mynd ekta, færslan spannst af því. Gott til þess að vita að svissneskur hermaður í Vatíkaninu lítur nákvæmlega eins út og ég. Alveg eins og þegar lítill strákur í löggubúningi og á þríhjóli, skuggalega líkur mér, birtist í Kays-listanum 1990 frá B. Magnússyni, Hafnarfirði. Ég var (og er enn) þess fullviss að hér hefðu útsendarar vörulistans náð af mér mynd og sett í katalóginn. Í Schweizergarde-málinu er hins vegar ekki um það að ræða.
Ég vona að þú sért ánægður, Einar Örn Gíslason.
Eftir að hafa gert allar mögulegar ráðstafanir til að sannfæra trúfasta lesendur um blekkinguna hér að neðan féll ég á því að nota séríslenska stafi á nokkrum stöðum. Bölvaður sért þú, Einar Örn. Megi Þorsteinn Gylfason finna rökvillu í ritsmíðum þínum.
Eftir að hafa blokkað alla á MSN, hvorki svarað SMS-um, símhringingum né tölvupósti, skrifað ankannalega stafsetta bloggfærslu og fengið saklaust fólk til að taka þátt í samsærinu og neita kunnskap við mig í þeim tilgangi að sannfæra alla um að ég væri í raun á Ítalíu, þá féll ég. Og fallið var mjög hátt.
Annars er þessi mynd ekta, færslan spannst af því. Gott til þess að vita að svissneskur hermaður í Vatíkaninu lítur nákvæmlega eins út og ég. Alveg eins og þegar lítill strákur í löggubúningi og á þríhjóli, skuggalega líkur mér, birtist í Kays-listanum 1990 frá B. Magnússyni, Hafnarfirði. Ég var (og er enn) þess fullviss að hér hefðu útsendarar vörulistans náð af mér mynd og sett í katalóginn. Í Schweizergarde-málinu er hins vegar ekki um það að ræða.
Ég vona að þú sért ánægður, Einar Örn Gíslason.
<< Home