þriðjudagur, september 20, 2005

Þið eruð öll fífl

Ég missi oft trúna á mannkynið vegna almennra hálfvitastæla og belgings í einstökum spesímenum þess (sumir halda nefnilega að þeir séu meira en þeir eru og aðrir séu undirsátar þess) og langar þá að setja hingað skammavaðal þar sem einstaklingur er nafngreindur og honum ekki vandaðar kveðjurnar fyrir atferð sína. Þetta langar mig oft að gera vegna þess að fólk upp til hópa er fífl.

En þetta var allt saman áður en ég uppgötvaði að ólíklegustu garpar lesa þetta. Og við erum öll undir Damóklesarsverði guklsins.

Þetta þýðir samt ekki að ég ætli að fara að halda pappírsdagbók. Viðtökurnar skipta okkur egóistana sem höldum úti bloggi öllu. Nei, í staðinn mun ég hér eftir ófrægja fólk undir rós á þessum stað í Paulo-Coelho-stíl.