laugardagur, september 03, 2005

Bara svo þið vitið það, þá er það glópska að „draga hreint klæði handa næsta manni“ eins og klósettgestir eru beðnir um úti um allan bæ. Ég treysti aldrei drifhvítu klæði sem ég mæti á klósetti. Það getur vel verið að einhver hafi hnerrað á það eða þurrkað hland af putta svo lítið beri á. Og svo ber maður það kannski að vitum sér og deyr úr sýkingu. Ég dreg alltaf hreint klæði undir öllum kringumstæðum, og dreg aldrei hreint handa næsta manni, svo að hann geti verið þess fullviss að það sem hann dregur muni ekki skaða hann. Ekki að ég sé neitt óhreinn eða viðbjóðslegur.