laugardagur, desember 24, 2005

In puncto

Ég á vaktina í útvarpinu á aðfangadagskvöld á morgun. Klukkan 17:45:00 verður gert hlé á dagskrá þangað til klukkan 17:56:00 á slaginu þegar opnað verður fyrir hátíðarhringingu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan 17:59:57 á ég að segja Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík, (bíða eftir að sekúnduvísirinn slái 18:00:00) gleðileg jól. Svona mikil nákvæmni snertir viðkvæman gleðistreng í brjósti mínu eins og tilvitnun mín í Morgunblaðsgreinina hér á undan.